Nýr mótor á bilaða þotu United Airlines kom í gærkvöldi
Nýr mótor á vél United Airlines sem nauðlenti í Keflavík í vikunni kom til Keflavíkurflugvallar í gærkvöldi með Jumbo-flutningavél. Mótorinn sjálfur vegur um 14 tonn en mikið af öðrum búnaði kom einnig með flutningavélinni til Keflavíkur. Skipt verður um mótorinn utandyra nú um helgina, en viðgerðarflokkur frá United Airlines kom með vélinni. Þetta eru vanir menn sem ætla sér tvo sólarhringa í að gera Boeing 777-200 þotuna flughæfa að nýju. Mannskapurinn mun vera vanur og skipti meðal annars um mótor á vél í Washington á dögunum í hríðarbil, þannig að slyddan og kuldinn í Keflavík var ekkert til að hafa áhyggjur af.
Mótorinn kostar um einn milljarð króna. Það eru því dýrir farmar sem fara um Keflavíkurflugvöll þessa helgi, því þaðan verða flutt lyf með sex risaþotum fyrir 2,6 milljarða króna.
Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Mótorinn kostar um einn milljarð króna. Það eru því dýrir farmar sem fara um Keflavíkurflugvöll þessa helgi, því þaðan verða flutt lyf með sex risaþotum fyrir 2,6 milljarða króna.
Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson