Nýr meirihluti myndast í Sandgerði
Í dag munu K-listi, listi óháðra borgara og Samfylkingarinnar og sjálfstæðisflokkur í Sandgerði skrifa undir meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Sandgerðis fyrir komandi kjörtímabil. Báðir flokkarnir komust að því samkomulagi að Sigurður Valur Ásbjarnarson verði áfram ráðinn bæjarstjóri í Sandgerði og flokkarnir skiptast á bæjarráðs formennsku og forseta bæjarstjórnar.Undirritun samstarfsins mun fara fram um 11 leytið í dag.