Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr meirihluti í Reykjanesbæ kynntur í vikunni
Kjartan Már Kjartansson verður áfram bæjarstjóri. Mynd úr safni Víkurfrétta
Miðvikudagur 1. júní 2022 kl. 12:29

Nýr meirihluti í Reykjanesbæ kynntur í vikunni

Meirihlutaviðræður í Reykjanesbæ eru á lokastigi og verða kynntar á fimmtudag. Samfylking, Framsókn og Bein leið munu halda áfram samstarfi.

Samkvæmt heimildum Víkur-frétta er líklegt að Framsókn og Samfylking muni skipta með sér tveimur stærstu embættunum; formanni bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar og einhver skipting verði á embættunum milli þeirra á kjörtímabilinu. 

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, oddviti Framsóknar, og Valgerður Björk Pálsdóttir, oddviti Beinnar leiðar, eru nýir oddvitar sinna framboða og mynda oddvitatríó með Friðjóni Einarssyni, oddvita Samfylkingar. Hann hefur verið í framlínu meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar síðustu tvö kjörtímabil og gaf það út í undirbúningi kosninga að þetta yrði hans síðasta kjörtímabil.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá hefur Kjartani Má Kjartanssyni verið boðið að gegna bæjarstjórastarfinu áfram en hann hefur verið bæjarstjóri síðustu átta ár.

„Það eru engin ágreiningsmál og við skiptum þessu eftir árangri í kosningunum. Málefnavinnan er búin og við erum að klára skipan embætta. Samstarf síðasta meirihluta gekk mjög vel og við vitum hvernig er að vinna saman þó svo að það hafi ekki allir verið bæjarfulltrúar. Þetta er bara jákvætt og bjart framundan,“ sagði Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir. Friðjón Einarsson tók undir það í stuttu spjalli við VF og sagði fátt koma í veg fyrir að þetta yrði allt klárt í vikulokin.

Fyrsti fundur næstu bæjarstjórnar verður þriðjudaginn 7. júní.