Nýr meirihluti í Grindavík á miðvikudag - vinnufundur nú síðdegis
Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í Grindavík, ætla að funduðu seinnipartinn í dag og gert er ráð fyrir að nýr meirihluti í bæjarstjórn verði myndaður nk miðvikudag.
Meirihluti bæjarstjórnar Grindavíkur, sem J-listi Bæjarmálafélags jafnaðar og félagshyggju og Framsóknarflokkur mynduðu í febrúarmánuði 1999, brast á meirihlutafundi í síðustu viku, sem var undanfari bæjarstjórnarfundar.
Trúnaðarbrestur flokkanna var ástæða þess að meirihlutasamstarfi þeirra var slitið.Hallgrímur Bogason (B), varaforseti bæjarstjórnar sagði að samstarf flokkanna hafi aldrei verið alvöru hjónaband, heldur hafi mikil togstreita verið í sambandinu frá upphafi þar sem minnihlutinn hafi ætlað að bylta miklu á skömmum tíma.
Ljósmyndin var tekin á vinnufundi fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á skrifstofu bæjarstjóra Grindavík nú síðdegis. Þarna var unnið að nefndaskipan og fleiru.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Meirihluti bæjarstjórnar Grindavíkur, sem J-listi Bæjarmálafélags jafnaðar og félagshyggju og Framsóknarflokkur mynduðu í febrúarmánuði 1999, brast á meirihlutafundi í síðustu viku, sem var undanfari bæjarstjórnarfundar.
Trúnaðarbrestur flokkanna var ástæða þess að meirihlutasamstarfi þeirra var slitið.Hallgrímur Bogason (B), varaforseti bæjarstjórnar sagði að samstarf flokkanna hafi aldrei verið alvöru hjónaband, heldur hafi mikil togstreita verið í sambandinu frá upphafi þar sem minnihlutinn hafi ætlað að bylta miklu á skömmum tíma.
Ljósmyndin var tekin á vinnufundi fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á skrifstofu bæjarstjóra Grindavík nú síðdegis. Þarna var unnið að nefndaskipan og fleiru.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson