Nýr meirihluti í Grindavík
Nýr meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur verið myndaður í Grindavík en samkomulag þess efnis var undirritað í gærkvöldi. Starf bæjarstjóra verður auglýst verður auglýst samkvæmt samkomulaginu.
Í yfirlýsingu frá fulltrúum flokkanna segir að félögin heiti því að starfa saman af fullum trúnaði og hagsmunir allra Grindvíkinga verði hafðir að leiðarljósi. „Við viljum eiga gott samstarf við alla kjörna bæjarfulltrúa þar sem sjónarmið allra flokka eigi greiðan aðgang,“ segir þar ennfremur.
---
Ljósmynd/Oddgeir Karlsson.