Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Nýr meirihluti í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar kynntur á næstu dögum
Meirihlutasamstarfið sprakk vegna ákvörðunar um staðsetningu á gervigrasvelli í Suðurnesjabæ. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar meirihlutasamstarfið var undirritað fyrir tveimur árum síðan. Einar Jón Pálsson og Anton Guðmundsson handsala samkomulagið. Á myndinni eru einnig Magnús Sigfús Magnússon og Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir af D-lista og Úrsúla María Guðjónsdóttir af B-lista.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 5. júlí 2024 kl. 01:12

Nýr meirihluti í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar kynntur á næstu dögum

Nýr meirihluti er í burðarliðnum í Suðurnesjabæ og er búist við að hann verði kynntur á næstu dögum. Meirihlutinn klofnaði fyrir mánuði síðan þegar kosið var um staðsetningu á gervigrasvelli í sveitarfélaginu og í kjölfarið var nýtt bæjarráð myndað.

Frá þessu er greint á vef RÚV og þar segir jafnframt að viðræður hafi verið í gangi milli Sjálfstæðismanna, Bæjarlistans, Samfylkingar og óháðra um myndun nýs meirihluta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víkurfréttir munu greina frá framvindu mála.