Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr meirihluti D-lista og L-lista í Garði
Sunnudagur 16. desember 2012 kl. 19:57

Nýr meirihluti D-lista og L-lista í Garði

Nýr meirihluti hefur verið myndaður í Garði. Hann skipa D-listi með fjóra bæjarfulltrúa og L-listi með einn bæjarfulltrúa.

Kolfinna S. Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi D-lista, sem myndaði nýjan meirihluta í vor með fulltrúum N-lista og L-lista, óskaði í gær eftir lausn frá bæjarstjórn frá og með næstu áramótum. Þar með er meirihlutinn sem myndaður var í vor fallinn og D-listamenn komast aftur til valda með hreinan meirihluta. D-listinn hefur hins vegar ákveðið að styrkja meirihlutann með því að fá Davíð Ásgeirsson, bæjarfulltrúa L-lista til samstarfs.

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar í Garði síðdegis á morgun þar sem kostið verður um forseta bæjarstjórnar, formann bæjarráðs og í nokkrar nefndir.

Fastlega er gert ráð fyrir því að Magnús Stefánsson verði áfram bæjarstjóri í Garði en Ásmundur Friðriksson, sem var bæjarstjóri þar til í vor, þegar meirihlutinn sprakk, sagðist í samtali við Víkurfréttir í gær að hann myndi ekki taka við embætti bæjarstjóra í Garði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024