Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr meirihluti án K-lista í Sandgerði?
Sunnudagur 26. maí 2002 kl. 01:48

Nýr meirihluti án K-lista í Sandgerði?

Heimildir Víkurfrétta herma að Sjálfstæðismenn, Framsóknarmenn og fulltrúar Sandgerðislistans muni ræða saman strax á morgun um nýtt meirihlutasamstarf í Sandgerði. K-listinn hafði áður hreinan meirihluta í Sandgerði, en tapaði manni í kosningunum í gær.Framsóknarmenn fengu tvo menn í bæjarstjórnarkosningunum í Sandgerði, Sjálfstæðisflokkurinn fékk einn mann og Þ-listinn, listi Sandgerðislistans, fékk einn mann. Þá fékk K-listi Samfylkingarinnar og óháðra þrjá menn og töpuðu einum frá síðustu kosningum.
Fulltrúi K-listans sagði í samtali við Víkurfréttir í nótt að þar á bæ muni menn bíða og sjá í einn til tvo daga. Það væri eðlilegt að hinir flokkarnir ræddu málin, en K-listinn væri óbundinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024