Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr markaðsstjóri Flugakademíu Íslands
Sunnudagur 18. apríl 2021 kl. 06:44

Nýr markaðsstjóri Flugakademíu Íslands

Alexandra Tómasdóttir hefur hafið störf sem markaðsstjóri Flugakademíu Íslands. Áður starfaði hún sem markaðsstjóri Private Travel frá árinu 2016.

Alexandra lagði stund á nám við viðskiptafræðideild Auburn University Montgomery hvaðan hún útskrifaðist með bachelorsgráðu í Business Administration. Að því loknu lá leiðin í Háskóla Íslands þar sem hún lauk MA í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum árið 2013.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Alexandra ólst upp umkringd flugmönnum og flugáhugafólki og segir áhugann fljótt hafa smitast yfir til sín. „Það má því segja að í starfi mínu sameini ég áhuga minn á flugi og markaðsfræðum og er óhætt að segja að ég hlakki til komandi tíma í starfi mínu hjá Flugakademíu Íslands.“ segir Alexandra um starfið.

Í byrjun árs 2019 sameinuðust Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands, einn elsti starfandi flugskóli landsins. Sameinaðir mynda skólarnir Flugakademíu Íslands, einn fjögurra skóla Keilis og einn öflugasta flugskóla á Norðurlöndunum.

Alexandra Tómasdóttir er nýr markaðsstjóri Flugakademíu Íslands.