Nýr löndunarkrani
Nýr löndunarkrani var tekinn í notkun við Grindavíkurhöfn nú á dögunum og er hann ætlaður til löndunar úr smábátum. „Þessi krani boðar upphafið að endurnýjun þeirra löndunarkrana sem fyrir eru og eru komnir til ára sinna og orðnir frekar þreyttir“, segir Sverrir Vilbergsson hafnarstjóri í Grindavík. Þá var nú í vikunni tekin í notkun ný raflögn á smábátabryggjunum og Sverrir segist vonast til að hún komi til með að bæta alla aðstöðu í smábátahöfninni.