Nýr Leifsstöðvarforstjóri hefur störf 1.nóv.
Höskuldur Ásgeirsson, nýr forstjóri Leifsstöðvar ehf. hefur störf 1. nóvember nk.Þetta er nýtt starf og mun nýr forstjóri vera yfir starfsemi sem snýr að verslun og markaðsmálum.Höskuldur var valinn úr hópi tuttugu umsækjenda.Eins og komið hefur fram í fréttum hefur stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. hefur ráðið Höskuld Ásgeirsson rekstrarhagfræðing sem framkvæmdastjóra hins rekstur FLugstöðvar Leifs Eiríkssonar og fríhafnarinnar. Höskuldur starfaði áður sem framkvæmdastjóri Iceland Seafood Ltd. í Frakklandi og í Evrópu og var síðar framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Íslenskra sjávarafurða. Frá því í nóvember 1997 til febrúar2000 var hann forstjóri Gelmer-Iceland Seafood SA. í Frakklandi. Höskuldur er fæddur 1952. Hann er kvæntur Elsu Þórisdóttur og eiga þau þrjúbörn. Höskuldur tekur til starfa í byrjun nóvember n.k.""