Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr landnemi virðist dafna vel
Föstudagur 25. júní 2010 kl. 16:11

Nýr landnemi virðist dafna vel


Ungmenni í Vinnuskóla Reykjanesbæjar sendur okkur myndir af þessum bjöllum sem þeim fannst vera risastórir járnsmiðir en þau höfðu orðið vör við pöddurnar í nokkru mæli við Aðalgötu í Keflavík. Hér er greinilega um Varmasmið að ræða sem er nýlegur landnemi á Íslandi og virðist dafna ágætlega.

Landnám varmasmiðs er ekki til að hafa áhyggjur af. Frekar ættu garðræktendur að fagna honum því hann gæti orðið virkur í baráttunni við að halda sniglum í skefjum. Við fyrstu kynni af bjöllunni líst fólki oft ekki á blikuna því varmasmiður er mun stærri padda en fólk á að venjast, um 22 mm á lengd. Varmasmiðir sem slæðst hafa inn í hús hafa jafnvel verið grunaðir um að vera kakkalakkar og valdið með því óhug, segir á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Varmasmiður fannst fyrst árið 1990 hér á landi en hann barst hingað með búslóð. Næst fannst hann árið 1999 í Garðabæ. Næst er vitað um tilvik árið 2004 í Garðheimum í Reykjavík en frá og með 2006 hefur hann fundist reglulega á tiltölulega þröngu svæði í vesturbæ Reykjavíkur. Þar með er ekki öll sagan sögð því varmasmiður hefur einnig komið sér fyrir á afmörkuðu svæði í Keflavík (Hringbraut/Smáratún). Það fékkst staðfest í apríl 2008, af því er fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar.

Nánar er hægt að lesa um þennan landnema hér.

Myndirnar tók Aðalsteinn Hólm Guðjónsson og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024