Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 2. nóvember 2000 kl. 11:10

Nýr læknir til Grindavíkur

Læknamál hafa verið í ólestri í Grindavík að undanförnu þar sem ekki hefur gengið að fá lækna til starfa síðan að Jörundur Kristinsson hætti. Jón Benediktsson, heimilislæknir hefur verið ráðinn við heilsugæslustöðina frá og með janúar 2001 en þangað til mun Ragnar Gunnarsson, læknir frá Keflavík sinna Grindvíkingum fjóra daga í viku. Læknar frá Keflavík hafa þar til nú sinnt heilsugæslustöðinni í Grindavík tímabundið en Jóhann Einvarðsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, sagði að það auðvitað vera mun betra að einn maður sinnti sjúklingum. „Jón Benediktsson, heimilislæknir, kemur til starfa í janúar á næsta ári en hann starfaði í fjölda ára á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja“, sagði Jóhann.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024