Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr ísfisktogari Þorbjarnar mættur í Grindavíkurhöfn
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
þriðjudaginn 15. október 2024 kl. 14:40

Nýr ísfisktogari Þorbjarnar mættur í Grindavíkurhöfn

Nýr ísfisktogari útgerðarinnar Þorbjarnar, Hulda Björnsdóttir GK-11, sigldi í heimahöfn í hádeginu í dag. Skipið mun brátt halda á bolfiskveiðar en hvað verður um skipið þegar Þorbirni verður skipt upp í þrjár sjálfstæðar einingar, er ekki komið á hreint að sögn Hrannar Jóns Jónsonar, útgerðarstjóra hjá Þorbirni. 

Skipið sem var smíðað í Gijon á Spáni, er 58 metrar að lengd og 13,6 metrar að breidd. Skrúfa skipsins er fimm metrar í þvermál en skipið var hannað með sparneytni í huga. Fjórtán til fimmtán verða í áhöfn Huldu Björnsdóttur GK.

Skipið fær nafn sitt frá Huldu Björnsdóttur, eiginkonu eins af stofnendum Þorbjarnar, Tómasar Þorvaldssonar, en hún lést árið 2008.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hulda Björnsdóttir GK 11 í Grindavíkurhöfn. VF/EvaBjörk.