Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr innritunarsalur tekinn í gagnið um helgina
Laugardagur 3. febrúar 2007 kl. 15:08

Nýr innritunarsalur tekinn í gagnið um helgina

Farþegar á leið úr landi í dag, laugardaginn 3. febrúar, innrita sig í flugið í nýjum innritunarsal á fyrstu hæð flugstöðvarinnar. Bráðabirgðaskilrúm voru fjarlægð núna í vikunni og þar með var opnað inn í nýja salinn. Hagvant fólk á þessum slóðum kemst ekki hjá því að taka eftir því að miklar breytingar hafa átt sér stað í innritunarsalnum og sér reyndar ekki fyrir enda á þeim fyrr en nær dregur vori.


Iðnaðarmenn hafa keppst við það undanfarna daga að ljúka við frágang nýrra innritunarborða og tilheyrandi færibanda fyrir farangur og tengja skjái og tæknibúnað til að gera allt klárt fyrir helgina. Gert er ráð fyrir að taka 10 innritunarborð í notkun í dag og 5 til viðbótar strax eftir helgina.

Gömlu innritunarborðin verða þá jafnframt tekin úr notkun og endurnýjuð á næstu vikum. Þegar endurnýjuninni lýkur í vor eykst afkastageta við innritun stórlega frá því sem verið hefur frá því flugstöðin var tekin í gagnið fyrir tveimur áratugum og aðstæður allar gjörbreytast til batnaðar, bæði fyrir farþega og starfsfólk. Frá þessu er sagt á vef Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024