Nýr hugbúnaður tekinn í notkun hjá Reiknistofu fiskmarkaða
Nýr hugbúnaður var formlega tekinn í notkun hjá Reiknistofu fiskmarkaða (RSF) við Iðavelli í Reykjanesbæ í dag. Reiknistofan er þjónustufyrirtæki við fiskmarkaði hér á landi sem allir eru tengdir sameiginlegu uppboðs- og upplýsingakerfi. Kefið var hannað af starfsmönnum Reiknistofunnar sem einnig annast rekstur þess.
Hugbúnaðurinn sem tekinn var í notkun í dag er kallaður RSF klukka. Í tilkynningu frá Reiknistofu fiskmarkaða segir að hann sé mun aðgengilegri en sá sem fyrir var og var orðinn nokkuð gamall. Í nýja hugbúnaðinum eru ýmsar nýjungar og var hann hannaður og smíðaður af starfsfólki RSF og fiskmarkaðanna.