Nýr hugbúnaður hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli hefur gert samning um nýtt tölvukerfi við fyrirtækið Vaktaskipan. Forritið, Time Care, er sveigjanlegt vaktaáætlanakerfi þar sem tryggt er í lokaskipulagi að mönnun á vöktum sé í samræmi við eftirspurn á hverjum tíma fyrir sig.Í fréttatilkynningu sem Sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli sendi frá sér segir að ferli vaktaáætlanagerðar í Time Care felist í þremur stigum sem endar á því sem nefnt er hér að ofan, að mönnun sé alltaf í samræmi við eftirspurn. Starfsmenn koma með óskir um eigin vinnutíma og frítíma fyrir ákveðin tímabil og hanna þannig eigin vaktaskipulag sem tekur mið af þörfum hvers og eins. Yfirmenn eða stjórnendur skilgreina lágmarks og hámarksmönnun fyrir tímabilin í samræmi við eftirspurn á hverjum tíma fyrir sig. Time Care forritið setur þá fram svokallað frumskipulag sem inniheldur óskir starfsfólks samanborið við þarfir fyrirtækisins/lögreglunnar. Hér gefst starfsfólki tækifæri á að skoða frumskipulagið og laga óskir að eftirspurn.