Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr Hópsskóli að verða klár
Miðvikudagur 4. nóvember 2009 kl. 14:42

Nýr Hópsskóli að verða klár


Framkvæmdir við nýjan grunnskóla, Hópsskóla, ganga vel. Þegar litið var þar inn í dag voru dúkalagningamenn langt komnir með sitt verk og þannig búið að rykbinda allt innanhúss. Málarar, smiðir, rafvirkjar og fleiri iðnaðarmenn voru að störfum, hluti af innréttingum eru komnar á sinn stað en framundan er frágangsvinna sem miðar að því að skólinn taki til starfa í byrjun janúar.

Hópsskóli er hinn glæsilegasti, hann verður vel tækjum búinn og þá er skólalóðin án efa ein sú allra flottasta á landinu.

Í Hópsskóla flytjast 1. og 2. bekkur um áramótin en í þessum fyrsta áfanga er pláss fyrir 1. til 4. bekk. Skólinn verður vígður með pompi og pragt þegar nær drengur skólasetningu. Yfirverktaki er Grindin efh. Skólastjóri Hópsskóla er Maggý Hrönn Hermannsdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Texti og mynd af www.grindavik.is