Nýr hökull til Kálfatjarnarkirkju
Nýr hökull var tekinn í notkun við Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd um sl. helgi. Hökulinn hannaði Elín Stefánsdóttir veflistakona í samvinnu við sóknarnefnd með hliðsjón af Kálfatjarnarkirkju. Hökullinn er rauður, að framan er mótífið svokallaður trifolium kross-eða þriggja blaða kross-stíliseraður þriggjablaða smári eins og er í kirkjunni. Á baki hans eru þrjár liljur sem taka mið af liljubekk sem skreytir kór kirkjunar og kirkjuskipið. Efnið er sérlitað silki bæði í uppistöðu og fóðri en ívafið ull en mynstrið kemur fram í silkiþráðunum gulu og einnig í innofnum gullþræði.
Sérstakir gestir við messuna voru prófasthjónin sr. Gunnar Kristjánsson og frú Anna Hörskuldsdóttir en Gunnar þjónaði fyrir altari í athöfninni. Sóknarpresturinn sr. Bára Friðriksdóttir predikaði og fjallað hún um forvarnir og fíkniefni.
Kirkjukór Kálfatjarnarkirkju söng undir stjórna Frank Herlufsen og eftir messuna var boðið upp á veitingar í tilefni dagsins.
Á meðfylgjandi mynd er sóknarpresturinn séra Bára Friðriksdóttir í nýja höklunum.
Sérstakir gestir við messuna voru prófasthjónin sr. Gunnar Kristjánsson og frú Anna Hörskuldsdóttir en Gunnar þjónaði fyrir altari í athöfninni. Sóknarpresturinn sr. Bára Friðriksdóttir predikaði og fjallað hún um forvarnir og fíkniefni.
Kirkjukór Kálfatjarnarkirkju söng undir stjórna Frank Herlufsen og eftir messuna var boðið upp á veitingar í tilefni dagsins.
Á meðfylgjandi mynd er sóknarpresturinn séra Bára Friðriksdóttir í nýja höklunum.