Nýr hjúkrunarforstjóri við HSS
Þórunn Benediktsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunarforstjóri við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja frá 1. september 2007. Þórunn lauk námi frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1986 og B.Sc. gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 1995. Hún er í námi til M.Sc. gráðu í opinberri stjórnsýslu við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands.
Þórunn hefur víðtæka starfs- og stjórnunarreynslu. Hún hefur starfað á HSS, á Landspítala, verið framkvæmdastjóri Þroskahjálpar á Suðurnesjum, starfað við Læknavaktina og nú síðast verið hjúkrunarforstjóri Heilsugæslustöðvar Hlíðasvæðis í Reykjavík frá árinu 1999.
Af vef HSS
Þórunn hefur víðtæka starfs- og stjórnunarreynslu. Hún hefur starfað á HSS, á Landspítala, verið framkvæmdastjóri Þroskahjálpar á Suðurnesjum, starfað við Læknavaktina og nú síðast verið hjúkrunarforstjóri Heilsugæslustöðvar Hlíðasvæðis í Reykjavík frá árinu 1999.
Af vef HSS