Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr Heiðarskólaskógur?
Sunnudagur 20. október 2024 kl. 08:05

Nýr Heiðarskólaskógur?

Í vor sótti Heiðarskóli um styrk í Yrkjusjóð og fékk úthlutað 469 birkiplöntum.

Nýlega var svo gróðursetningardagur Heiðarskóla sem heppnaðist með eindæmum vel. Allir nemendur Heiðarskóla gróðursettu eina birkiplöntu. „Við vorum í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjanesbæjar og fengum einnig aðstoð hjá umhverfismiðstöð Reykjanesbæjar. Þetta verður klárlega endurtekið að ári. Markmiðið er orðið ansi stórt langt fram í framtíðina, en hugmynd er að gera Heiðarskóla-skóg þar sem Rósaselstjarnir eru,“ segir í tilkynningu frá skólanum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024