Nýr Hannes Þ. Hafstein vígður í Sandgerði
 Vígslu Hannesar Þ. Hafstein, björgunarskipsins í Sandgerði, var fagnað í gær, laugardag. Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar var viðstödd, ásamt afkomendum Hannesar Þ. Hafstein, bæjarstjórnarfólki og slysavarnafólki.
Vígslu Hannesar Þ. Hafstein, björgunarskipsins í Sandgerði, var fagnað í gær, laugardag. Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar var viðstödd, ásamt afkomendum Hannesar Þ. Hafstein, bæjarstjórnarfólki og slysavarnafólki. Afkomandi og alnafni Hannesar Þ. Hafstein afhjúpaði nafnið á björgunarskipinu. Sr. Björn Sveinn Björnsson sóknarprestur fór með blessunarorð og gestum var boðið að skoða skipið.
Það eru Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði og Björgunarsveitin Suðurnes í Reykjanesbæ sem standa að rekstri björgunarskipsins.
Ljósmynd: Hilmar Bragi


 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				