Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr hafnsögubátur fyrir Grindavíkurhöfn
Mánudagur 9. október 2006 kl. 09:45

Nýr hafnsögubátur fyrir Grindavíkurhöfn

Á fundi hafnarstjórnar Grindavíkur í síðustu viku var hafnarstjóra falið að kanna möguleika á kaupum á nýjum hafnsögubát fyrir Grindavíkurhöfn.

Á samgönguáætlun 2008 er gert ráð fyrir 60 miljónum króna í verkefnið.

Af öðrum fréttum frá Grindavíkurhöfn þá nálgast verklok við framkvæmd Svíragarðs bryggju og þrýst verður á lóðarhafa að ganga frá snyrtingu umhverfis.

Hafnarstjóra var einnig falið að hefja útboð við að reka niður stálþil vestan Miðgarðs þ.e.a.s. svæðið fyrir framan Vísir h/f.

 

Mynd: Hafnsögubáturinn Hamar úr Hafnarfirði í slipp í Njarðvík. VF-mynd: Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024