Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr gufuhverfill kominn – beðið eftir leyfum
Mánudagur 14. júní 2010 kl. 08:43

Nýr gufuhverfill kominn – beðið eftir leyfum


HS Orka hefur fengið til landsins 50 MW gufuhverfill og tilheyrandi búnað í fyrirhugaða stækkun Reykjanesvirkjunar. Tilskilin leyfi vantar til að hefja framkvæmdir við stækkun virkjunarinnar, koma búnaði fyrir og hefja framleiðslu, segir á heimasíðu fyrirtækisins.

Hverfillinn er smíðaður hjá Fuji í Japan.  Samskip sá um flutning vélar og búnaðar frá Japan.  Gufutúrbínan vegur um 117 tonn og rafall um 104 tonn.  Auk þess fylgdi olíuverk fyrir vélina og hellingur af kössum sem ýmsum tilheyrandi búnaði þannig að flutningurinn var nokkuð umfangsmikill.

Meðfylgjandi mynd er af heimasíðu HS Orku og eins og sjá má er hverfillinn enginn smásmíði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024