Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr göngu- og hjólreiðastígur við Þorbjörn slær í gegn
Nýr stígur hefur slegið í gegnum meðal útivistafólks. Myndir/Grindavik.is
Fimmtudagur 28. mars 2013 kl. 07:43

Nýr göngu- og hjólreiðastígur við Þorbjörn slær í gegn

Nýr göngu- og hjólreiðastígur frá Grindavíkurbæ og í Selskóg við Þorbjarnarfell hefur slegið í gegn. Nú er seinni áfangi stígsins, frá Selskógi í Bláa Lónið, að verða tilbúinn. Grindvíkingar geta tekið forskot á sæluna og fengið sé göngu-, skokk- eða hjólreiðatúr í Bláa Lónið yfir páskana með því að fara þennan nýja stíg sem verður vígður formlega um miðjan maí í Jarðvangsvikunni. Efnt verður til nafnasamkeppni um stíginn en Grindavíkurrbær, HS Orka og Bláa Lónið, standa í sameiningu að gerð hans.

Óhætt er að segja að svæðið í kringum Þorbjörn sé orðið að útivistarparadís Grindvíkinga í enn meira mæli en áður en ekki fer á milli mála að útivistarfólki hefur fjölgað þar til mikilla muna eftir að fyrri hluti stígsins var lagður frá bænum og í Selskóg á síðasta ári. Á stígnum er endurunnið náttúruvænna malbik. Seinni hluti stígsins, frá Selskógi í Bláa Lónið, liggur í gegnum úfið og ægifagurt hraunið og er vel þjappaður með fínu efni þannig að auðvelt er að hjóla hann.

Rétt er að benda á að þar sem ekki er búið að merkja stíginn þarf að fara alveg að stígnum við heilsulindina þegar farið er í Bláa Lónið. Þá er fólk beðið að fara ekki af stígnum í hrauninu því þar geta leynst gjótur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Farið er í gegnum hraunið við Þorbjarnarfell.