Nýr göngu- og hjólreiðastígur frá flugstöð
-framkvæmdir á áætlun
Unnið er að gerð göngu- og hjólastígs frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Reykjanesbæ og eru framkvæmdir á áætlun að sögn Guðlaugs Sigurjónssonar framkvæmdastjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar en stefnt er að verklokum í október.
„Með því að tengja Reykjanesbæ við flugstöðina með göngu- og hjólastígum er ekki einungis verið að auka þjónustu og öryggi þeirra fjölmörgu íbúa sem þar starfa heldur stórbæta öryggi þeirra ferðamanna sem sem kjósa að hjóla um landið. Hugmynd okkar er síðan að halda áfram og tengja Reykjanesbæ og Voga saman yfir gömlu þjóðleiðina við Stapa. Þar með er stór hluti Reykjanesbrautar farinn út sem hjólaleið fyrir ferðamenn því hægt er að fara áfram úr Vogum í gegnum Vatnsleysu að Straumsvík sem er bæði fallegri hjólaleið og öruggari.“
Af vef Reykjanesbæjar