Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr gerfigrasvöllur við Reykjaneshöllina ef Eftirlitsnefnd samþykkir
Hér má sjá teikningu af fyrirhuguðum breytingum í Sundmiðstöð Keflavíkur.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 20. nóvember 2019 kl. 14:35

Nýr gerfigrasvöllur við Reykjaneshöllina ef Eftirlitsnefnd samþykkir

Tvöhundruð milljóna króna framkvæmdir við Sundmiðstöð Keflavíkur

Byggður verður gerfigrasvöllur vestan Reykjaneshallar ef heimild fæst frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga en sú aðgerð er utan núverandi fjárfestingarheimildar. Kostnaður við hann er að lámarki 250 milljónir króna. Áætlaðar fjárfestingar vegna Stapaskóla í Innri-Njarðvík nema um 2 milljörðum króna. Þetta kemur fram í bókun meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sem lögð var fram á fundi hennar í gær.

Dýrasta fjárfestingin í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar árið 2020 utan Stapaskóla er Vatnaveröld, Sundmiðstöð Keflavíkur en gert er ráð fyrir að hún kosti um 200 milljónir króna. Um er að ræða veglegar breytingar á útisvæði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aðrar framkvæmdir eru þessar:

Vatnaveröld endurbætur útisvæðis kr. 200 milljónir.

Körfu- og sparkvöllur á Ásbrú kr. 30 milljónir.

Strandleið lagfæringar kr. 25 milljónir.

Seltjörn áframhaldandi uppbygging kr. 25 milljónir.

Njarðvíkurskógar kr. 25 milljónir.