NÝR GEISLADISKUR FRÁ GEIMSTEINI
Geimsteinn hefur nú endurútgefið tvær vinsælar og sígildar plötur með Lónlí blú bojs og Hemma Gunn. Þetta er í fyrsta sinn sem þær eru fáanlegar á geisladiski. Hinn gullni meðalvegur, með Lónlí blús bojs, kom fyrst út árið 1975 og var þá meðsöluplata. Á disknum eru sívinsæl lög eins og Harðsnúna Hanna, Mamma grét, Kvöl er kvennaárið, Lónlí blús bojs og fleiri góð. Platan Frískur og fjörugur með Hemma Gunn er einnig komin á geisladisk en hún hefur verið ófáanleg í nokkur ár.