Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Nýr framkvæmdastjóri til Kölku
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 13. september 2019 kl. 10:17

Nýr framkvæmdastjóri til Kölku

Stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar hefur ráðið Steinþór Þórðarson sem framkvæmdastjóra Kölku sf. úr hópi 30 umsækjenda. Steinþór tekur við starfinu af Jóni Norðfjörð, sem gegnt hefur starfinu síðastliðin átta ár.

Steinþór hefur menntun á svið sálfræði, kennslu- og viðskiptafræða. Hann býr yfir víðtækri stjórnunarreynslu af margvíslegum vettvangi, m.a. sem mannauðstjórnun í smásölufyrirtæki og stóriðju. Hann starfaði fyrir Alcoa að gangsetningarverkefnum bæði á Reyðarfirði og í Sádí Arabíu. Auk þess hefur Steinþór talsverða reynslu af ráðgjöf en hann starfaði hjá Capacent um fjögurra ára skeið og fékkst þar við margvísleg verkefni á svið rekstrar- og stjórnunarráðgjafar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Steinþór kemur til Kölku frá PCC BakkiSilicon á Húsavík þar sem hann hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra umhverfis-, heilbrigðis-, öryggis-, gæða- og mannauðsmálamála. Steinþór hefur störf hjá Kölku 1. október n.k.