Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 18. september 2003 kl. 13:58

Nýr framkvæmdastjóri Sæbýlis

Jón Gunnarsson nýkjörinn alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi hefur látið af starfi sínu sem framkvæmdastjóri Sæbýlis. Þorsteinn Magnússon fyrrverandi framleiðslustjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri. Jón sem starfaði hjá fyrirtækinu frá árinu 1999 segist kveðja fyrirtækið með ákveðnum söknuði. „Það hefur mikið uppbyggingarstarf farið fram innan fyrirtækisins síðustu ár og maður á eftir að sakna þess. En tímabilið framundan er mjög spennandi í starfi mínu sem þingmaður,“ sagði Jón í samtali við Víkurfréttir, en þann 12. október fer hann utan sem einn fulltrúa Íslands á allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna sem fram fer í New York.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024