Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr forstöðumaður tæknifræðináms Háskóla Íslands og Keilis
Föstudagur 5. janúar 2018 kl. 17:55

Nýr forstöðumaður tæknifræðináms Háskóla Íslands og Keilis

Rúnar Unnþórsson, prófessor í iðnaðarverkfræði, verður nýr forstöðumaður tæknifræðináms Háskóla Íslands og Keilis.
 
Sverrir Guðmundsson hefur látið af störfum sem forstöðumaður tæknifræðinnar á vegum Háskóla Íslands og Keilis. Um leið og honum eru þökkuð störfin er boðinn velkominn í hans stað Rúnar Unnþórsson, prófessor í iðnaðarverkfræði. Prófessor Rúnar er ekki ókunnugur starfi Keilis en segja má að hann snúi aftur til fyrri starfa um leið og hann gegnir stöðu prófessors hjá Háskóla Íslands.
 
Tæknifræðinámið heyrir undir rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands en starfrækt hjá Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ. Náminu lýkur með BSc gráðu og fullnægja nemendur kröfum til að titla sig tæknifræðinga að námi loknu. Framundan eru spennandi tímar í tæknifræðinni. Unnið er að útfærslu á fagháskóla þar sem atvinnulíf og háskóli munu tengjast enn frekari böndum. 
 
Þá hafa verkefni nemenda í tæknifræðinni vakið verðskuldaða athygli, meðal annars lokaverkefni um nýtingu kísils sem fæðubótarefnis sem varð síðar að framleiðslufyrirtækinu GeoSilica Iceland og nýlegt verkefni þar sem unnið er að þróun hanska sem greinir táknmál. MIkil áhersla er lögð á hagnýta nálgun í náminu og eru nemendur í nánu samstarfi við leiðandi fyrirtæki í nýsköpun, tækni og framleiðsluferlum á Íslandi.
 
Myndin er tekin þegar háskólarektor, Jón Atli Benediktsson, og framkvæmdastjóri Keilis, Hjálmar Árnason, skrifuðu undir samstarfssamning um ráðningu prófessors Rúnar Unnþórssonar (lengst til vinstri). Lengst til hægri á myndinni er dr. Sigurður Már Garðarsson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024