Nýr flugvöllur í Hvassahrauni?
Nýr flugvöllur í Hvassahraunslandi í Vatnsleysustrandarhreppi, sunnan Hafnarfjarðar, fær bestu útkomuna í samanburðarmati Stefáns Ólafssonar prófessors, formanns sérfræðihóps sem undirbjó atkvæðagreiðslu um skipulag Vatnsmýrarinnar og framtíð Reykjavíkurflugvallar.Flugvöllurinn í óbreyttri mynd í Vatnsmýrinni fær lökustu útkomuna. Samgönguráðherra er ósammála mati Stefáns og segir skýrsluna vera marklaust plagg. Kosningar um flugvöllinn fara fram í borgarráði 17. mars.
Sturla ósammála
Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra er ósammála því mati sem fram kemur í skýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors að best sé að staðsetja innanlandsflug á nýjum flugvelli í landi Hvassahrauns, sunnan Hafnarfjarðar, en að Reykjavíkurflugvöllur sé lakasti kosturinn. Fulltrúi ráðherra í undirbúningsnefnd atkvæðagreiðslu um flugvöllinn segir að útkoma samanburðartöflu Stefáns sé marklaus.
Hagkvæmasta framkvæmdin
Stefán tók ýmsa þætti inni í matið, bæði út frá samfélagslegu sjónarmiði, umhverfisröskun, kostnaði, þjónustu við landsbyggðina o.fl. Stefán segir að flugvöllur sunnan Hafnarfjarðar fái bestu útkomu, með því að hann telst í þessu mati oftast vera mjög góður eða góður kostur, en aldrei lakasti kosturinn. Keflavíkurflugvöllur kemur næstbest út, síðan koma flugvöllur á Lönguskerjum og flugvöllur í Vatnsmýri í breyttri mynd, en lakasta útkomu fær flugvöllur í Vatnsmýri í núverandi mynd.
Betri þjónusta við landsbyggðina
Í skýrslu Stefáns kemur fram að þjónusta við landsbyggðina versni ef flugvöllurinn verði færður til Keflavíkur. Johan D. Jónsson, ferðamálafulltrúi Reykjanesbæjar er ósammála. „Það gleymist í umræðunni að mikill fjöldi Íslendinga notar innanlandsflug í tengslum við millilandaflug. Því kemur samgöngumiðstöð í Keflavík, fyrir innan- og millilandaflug, sterklega til greina. Ég tel að það yrðu mikil þægindi fyrir landsbyggðina“, segir Johan D. Jónsson.
Sturla ósammála
Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra er ósammála því mati sem fram kemur í skýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors að best sé að staðsetja innanlandsflug á nýjum flugvelli í landi Hvassahrauns, sunnan Hafnarfjarðar, en að Reykjavíkurflugvöllur sé lakasti kosturinn. Fulltrúi ráðherra í undirbúningsnefnd atkvæðagreiðslu um flugvöllinn segir að útkoma samanburðartöflu Stefáns sé marklaus.
Hagkvæmasta framkvæmdin
Stefán tók ýmsa þætti inni í matið, bæði út frá samfélagslegu sjónarmiði, umhverfisröskun, kostnaði, þjónustu við landsbyggðina o.fl. Stefán segir að flugvöllur sunnan Hafnarfjarðar fái bestu útkomu, með því að hann telst í þessu mati oftast vera mjög góður eða góður kostur, en aldrei lakasti kosturinn. Keflavíkurflugvöllur kemur næstbest út, síðan koma flugvöllur á Lönguskerjum og flugvöllur í Vatnsmýri í breyttri mynd, en lakasta útkomu fær flugvöllur í Vatnsmýri í núverandi mynd.
Betri þjónusta við landsbyggðina
Í skýrslu Stefáns kemur fram að þjónusta við landsbyggðina versni ef flugvöllurinn verði færður til Keflavíkur. Johan D. Jónsson, ferðamálafulltrúi Reykjanesbæjar er ósammála. „Það gleymist í umræðunni að mikill fjöldi Íslendinga notar innanlandsflug í tengslum við millilandaflug. Því kemur samgöngumiðstöð í Keflavík, fyrir innan- og millilandaflug, sterklega til greina. Ég tel að það yrðu mikil þægindi fyrir landsbyggðina“, segir Johan D. Jónsson.