Nýr fjármálastjóri hjá HSS
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja réð á dögunum Elís Reynarsson sem nýjan fjármálastjóra stofnunarinnar. Elís sem fæddur er 1958 útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 1991 sem viðskiptafræðingur (cand. oecon.) með áherslu á stjórnun og upplýsingatækni.
Elís hefur víðtæka starfsreynslu af bæði fjármálastjórnun sem og starfsmannahaldi, síðast vann hann hjá Gúmmívinnustofunni í 7 ár og hafði þar yfirumsjón með fjármálum, skrifstofu-og starfsmannahaldi. Þar á undan gengdi hann starfi fjármálastjóra hjá Fasteignamati ríkisins en frá þessu er greint á vefsíðu HSS.
VF-mynd/ Jón Björn