Nýr ferðaþjónustuvefur í Grindavík

Opnaður hefur verið vefurinn www.visitgrindavik.is  sem er ætlaður ferðamönnum sem vilja kynna sér hvað er helst á boðstólum í Grindavíkurbæ. Vefurinn er á ensku og íslensku og unnið er að því að hafa hann einnig á þýsku. Á vefnum er að finna ýmsar upplýsingar um ferðaþjónustuaðila og ýmsa þjónustu í Grindavík, kynningarmyndbönd, bæklinga sem hafa verið gefnir út og ýmislegt fleira. Vefurinn er hluti af www.grindavik.is



 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				