Nýr eigandi kísilversins í Helguvík auglýsir matsáætlun vegna nýs umhverfismats
Stakksberg ehf. hefur auglýst drög að tillögu að matsáætlun vegna nýs umhverfismats kísilverksmiðju félagsins í Helguvík. Tillagan var auglýst í fjölmiðlum í dag, 25. júní, og er óskað eftir athugasemdum frá frá almenningi og öðrum við hana fyrir 10. júlí næstkomandi.
Stakksberg ehf. er félag í eigu Arion banka sem tekið hefur yfir kísilverksmiðjuna í Helguvík af þrotabúi Sameinaðs sílíkons ehf. Í tilkynningu frá félaginu segir að markmið Stakksbergs er að gera allar þær úrbætur sem nauðsynlegar eru til að uppfylla kröfur Umhverfisstofnununar en stofnunin komst að þeirri niðurstöðu í janúar 2018 að verksmiðjan uppfyllti ekki skilyrði fyrir starfsleyfi.
„Ljóst er að verksmiðjan var að mörgu leyti vanbúin til framleiðslu á kísli, sem meðal annars leiddi til stöðvunar rekstursins. Stakksberg hefur óskað eftir að gert verði nýtt umhverfismat á starfsemi verksmiðjunnar en fyrsta skrefið í þeirri áætlun er að vinna tillögu að matsáætlun. Í tillögunni er gerð grein fyrir fyrirhuguðum úrbótum og sett fram rökstudd áætlun um hvaða umhverfisþætti verðir fjallað um í mati á umhverfisáhrifum endurnýjarðrar kísilverksmiðju. Farið er yfir fyrirhugaða frakmvæmd og framkvæmdasvæði lýst auk þess sem gert er grein fyrir helstu umhverfisþáttum framkvæmdanna. Drög að tillögu að matsáætlun ber að kynna umsagnaraðilum og almenningi, sem hefur tvær vikur til að koma á framfæri athugasemdum við tillöguna,“ segir í tilkynningunni frá Stakksbergi ehf.
Athugasemdir við drög tillögu að matsáætlun má senda á [email protected], eða í pósti til Verkís hf.,
b.t. Þórhildar Guðmundsdóttur
Ofanleiti 2 103 Reykjavík
Athugasemdum skal skila eigi síðar en 10. júlí 2018.
Tillögu Staksbergs að matáætlun vegna nýs umhverfismats og upplýsingar um hvert athugasemdir við hana eiga að berast er að finna á vefsvæðinu www.stakksberg.com og á síðu Verkís sem vinnur mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar fyrir Stakksberg.