NÝR BYGGINGARFULLTRÚI RÁÐINN Í REYKJANESBÆ
				
				Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að ráða Höskuld Heiðar Ásgeirsson í starf byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Heiðar er 42 ára byggingartæknifræðingur og húsasmíðameistari og hefur starfað sem byggingarfulltrúi Sandgerðisbæjar frá því í ágúst 1995. „Ég sá starfið auglýst og ákváð að slá til. Áður en fjölskyldan fluttist til Sandgerðis var ég í eitt ár hjá Snæfellsbæ og var í 7 ár verkstjóri á gatnagerðardeild Uppsalabæjar í Svíþjóð. Það hefur ekki verið gengið frá neinu öðru en að ég hef verið boðaður til fundar hjá Reykjanesbæ en vonandi gengur þetta allt saman upp“ sagði Heiðar í símaviðtali við VF. 
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				