Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 17. nóvember 1998 kl. 16:31

NÝR BJÖRGUNARBÁTUR

Nýr björgunarbátur sem Slysavarnarfélag Íslands hefur fest kaup á verður staðsettur í Grindavík. Er áætlað að báturinn verði kominn til heimahafnar í Grindavík nú um helgina. Nýr björgunarbátur sem Slysavarnarfélag Íslands hefur fest kaup á verður staðsettur í Grindavík. Er áætlað að báturinn verði kominn til heimahafnar í Grindavík nú um helgina.

Um er að ræða notaðan björgunarbát frá hinu virta breska björgunarbátafélagi Royal National Lifeboat Institution. Báturinn er af Arun gerð og er smíðaður úr plasti árið 1976, 16,5 m að lengd, 5,2 m að breidd og er djúprista hans 1,5 m. Í bátnum eru tvær 460 Caterpillar vélar og er ganghraði hans 15 sjómílur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nýi báturinn er töluvert stærri en fyrirrennari hans og mun öryggi sjómanna á hafinu við Grindavík aukast til muna. Fjórir Íslendingar og þrír Bretar munu sigla honum til landsins.