Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr bæjarritari í Vogum
Þriðjudagur 2. september 2008 kl. 17:52

Nýr bæjarritari í Vogum

Eirný Valsdóttir hefur verið ráðin nýr bæjarritaði í Vogum. Hún er það með staðgengill bæjarstjóra, hefur yfirumsjón með skrifstofuhaldi og fjármálum bæjarsjóðs og stofnana hans. Auk þess er bæjarritara ætlað að vera lykilstarfsmaður við innleiðingu nýs skipurits, starfsmannastefnu og verkferla.

Eirný hefur víðtæka reynslu og þekkingu á fjármálum, stjórnsýslu og málefnum sveitarfélaga. Hún er rekstrarfræðingur að mennt og hefur að auki lokið MBA gráðu í viðskiptafræði og MPM gráðu í verkefnastjórnun. Undanfarin 18 ár hefur hún unnið að fjölbreyttum verkefnum innan stjórnsýslunnar og bankakerfisins, hjá Akraneskaupstað, Glitni og Rannís. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024