Nýr bæjarlistamaður fékk fálkaorðuna sama dag
Karen J. Sturlaugsson, tónlistarkennari í Tónlistarskóla Reykjanesbæar og hljómsveitarstjórnandi var sæmd riddarakrossi Forseta Íslands fyrir framlag til tónlistaruppeldis ungmenna á þjóðhátíðardaginn 17. júni. Sama dag var hún útnefnd Listamaður Reykjanesbæjar. Karen gleymir líklega seint þessum degi.
Afhendingin fór fram á Bessastöðum og fengu 14 manns heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu að þessu sinni. Forsetahjónin voru að sjálfsögðu viðstödd afhendinguna og eru á mynd með fálkaorðuhöfum.