Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr Árni í Tungu blessaður á Sjómannadaginn
Frá blessun Árna í Tungu við Grindavíkurkirkju.
Laugardagur 12. júní 2021 kl. 06:55

Nýr Árni í Tungu blessaður á Sjómannadaginn

Nýr björgunarbátur Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, Árni í Tungu, var blessaður við hátíðlega athöfn í Grindavíkurkirkju að lokinni sjómannadagsmessu á sunnudag. Báturinn var gjöf frá Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur ásamt útgerðarfyrirtækjum í Grindavík og er hann þriðji harðbotna björgunarbáturinn til þess að bera nafnið Árni í Tungu.

Eftir athöfnina var báturinn sjósettur og honum siglt nokkra stund eins og gjarnan er gert á sjómannadaginn en eins og allir vita var minna um hátíðarhöld þetta árið rétt eins og í fyrra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Björgunarsveitin Þorbjörn vill koma á framfæri gríðarlegu þakklæti til Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur sem og útgerðarfyrirtækjanna í Grindavík fyrir allan þeirra stuðning síðustu ár, segir í Facebook-síðu sveitarinnar.