Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr áfangi Akurskóla vígður
Miðvikudagur 12. september 2007 kl. 17:36

Nýr áfangi Akurskóla vígður

Annar áfangi Akurskóla var vígður formlega í dag þar sem nemendur, kennarar, foreldrar, fulltrúar bæjarins og Fasteignar hf., sem reisir húsið, og fleiri komu saman í nýju og glæsilegu íþróttahúsi.

Þessi áfangi er 1960 fermetrar að stærð og er miðað við að skólinn rými eftir það 400 nemendur. Byrjað var á jarðvinnu í lok júlí 2006 og framkvæmdir við sökkla í byrjun september það sama ár.

Áfanginn sem var vígður í dag skiptist í þrjá hluta, Sundlaug og kjallara, búningsaðstöðu með tæknirými fyrir ofan og síðan íþróttahús og áhaldageymslu.

Sundlaugin er 9 x 16,6 m og er dýptin er 105-180 sm. Íþróttahúsið er á stærð við löglegan körfuknattleiksvöll og með stúku sem tekur 120 manns í sæti.

VF-myndir/Þorgils: Árni Sigfússon, bæjarstjóri og Jónína Ágústsdóttir, skólastjóri Akurskóla, ásamt Láru, sem tók við blómvendi fyrir hönd nemenda.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024