Nýr "101" til Brunavarna Suðurnesja
Brunavarnir Suðurnesja fengu afhentan nýjan sjúkrabíl í stað þess sem eyðilagðist í árekstri á Reykjanesbraut fyrir skömmu. Nýi bílinn er samskonar og sá nýlegasti hjá BS fyrir utan smávægilegar breytingar en bílinn er af gerðinni Ford F350. Bíllinn hefur sama númer og sá sem eyðilagðist, eða 101, en það er vinsælt hjá sjúkra- og lögreglumönnum að kalla bifreiðar embættis síns eftir númerum.
Meðfylgandi myndir voru teknar þegar sjúkrabíllinn var nýkomin í hús.
Meðfylgandi myndir voru teknar þegar sjúkrabíllinn var nýkomin í hús.