Nýr Happasæll KE afhentur í júní
Nýr Happasæll KE verður afhentur eigendum sínum í júní næstkomandi en smíði skipsins er á lokastigi hjá HuangPu skipasmíðastöðinni í Guangzhou í Kína.Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Happa ehf. sem á skipið, segir á InterSeafodd.com að skipið ætti að vera komið hingað til lands átta vikum eftir afhendinguna. Leiðin frá Kína til Íslands er aðeins 11.500 sjómílur.
Nýi Happasæll er 240 tonn að stærð, 29 metar að lengd og 9 metar á breidd og kemur hann í stað eldra skips með sama nafni.
Mynd/InterSeafood.com: Sigmar Ólafsson.
Nýi Happasæll er 240 tonn að stærð, 29 metar að lengd og 9 metar á breidd og kemur hann í stað eldra skips með sama nafni.
Mynd/InterSeafood.com: Sigmar Ólafsson.