Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýnemar FS kysstu svínshausinn að venju
Fimmtudagur 9. september 2004 kl. 14:05

Nýnemar FS kysstu svínshausinn að venju

Nýnemar Fjölbrautaskóla Suðurnesja voru boðnir velkomnir í skólann á hefðbundinn hátt í dag en um 120 nýir nemendur hefja nám við skólann á þessu hausti. Í morgun voru nýnemarnir stimplaðir um leið og þeir komu í skólann og brugðu eldri nemendur á leik með þeim í skólanum fram eftir morgni.
Eftir sprell í skólanum var haldið í skrúðgöngu að 88-húsinu þar sem nýnemarnir voru formlega boðnir velkomnir í skólann þar sem þeim var dýft ofan í vatn og í kjölfarið látnir kyssa hinn víðfræga svínshaus. Sú hefð að nýnemar séu látnir kyssa svínshaus hefur haldist lengi við skólann. Skóladagurinn endaði með flatbökuveislu í skólanum og hafa nýnemarnir því formlega verið teknir inn í skólasamfélagið.
Samkvæmt hefð sér útskriftarhópur Fjölbrautaskóla Suðurnesja um vígsluna og að sögn Völu Rúnar Björnsdóttur útskriftarnema tókst dagurinn mjög vel. „Það eru allir mjög ánægðir með daginn og allir skemmtu sér mjög vel.“
Dansleikur verður haldinn í kvöld í Stapa þar sem hljómsveitin Sixties spilar. Húsið opnar klukkan 22 og verður dansleikurinn til klukkan 2, en hætt veðrur að hleypa inn á miðnætti.

Myndirnar: Eins og sjá má skemmtu allir sér vel í dag. VF-ljósmyndir/Héðinn Eiríksson.

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024