Nylon áritaði í Samkaup
Stúlknabandið landsfræga Nylon áritaði plötu sína og bók í Samkaup Njarðvík í gærdag. Ungir aðdáendur stúlknanna flykktust í verslunina en þær árituðu meðal annars síma, handleggi og fatnað.
Margar bækur um þær stúlkur gengu út við þetta tækifæri ásamt geisladiskum.
Myndin: Stúlkurnar gáfu sér tíma til að stilla sér upp fyrir ljósmyndara Víkurfrétta VF-mynd: Atli Már