Nýliðar hringsóla yfir Reykjanesbæ
Flugvél Icelandair hefur hringsólað yfir Reykjanesbæ síðustu tvo tímana. Þá hefur mátt sjá vélina fara ítrekað til lendingar og taka jafnharðan á loft frá Keflavíkurflugvelli að nýju.
Ástæðan er að nú stendur yfir þjálfun á nýliðum í flugi hjá Icelandair. Þrátt fyrir flottan flughermi þá þarf líka að æfa flugtök og lendingar við raunverulegar aðstæður.
Myndin er tekin þegar vélin var í einni af fjölmörgum lendingum sínum nú áðan. VF-mynd: Hilmar Bragi