Nýliðanámskeiðin að hefjast

„Þannig þurfa nýliðar að ganga í gegnum námskeið sem fellur undir svokallaðan björgunarmann eitt og þarf nýliði að vera búinn með það til að komast inn í björgunarsveit,“ segir Sævar Magnús.
Vonist þið eftir mörgum nýliðum?
Já við vonum bara hið besta og að sem flestir mæti enda um skemmtilegt starf að ræða.
Eru æfingarnar stífar fyrir þá sem vilja starfa með björgunarsveitinni?
Þær eru svona í meðallagi stífar. Við hittumst á hverjum miðvikudegi og aðra hverja helgi förum við í ferðir og þjálfun hjá sveitinni.
Er starfið með sveitunum skemmtilegt?
Já, það er mjög skemmtilegt og ef þú vilt „action“ þá kemurðu í björgunarsveit. Það er ýmislegt sem við lendum í og þetta er líka mjög góður félagskapur.
Hvar geta áhugasamir sótt um?
Við verðum með kynningu miðvikudagskvöldið 8. september í björgunarsveitarhúsinu við Holtsgötu og þar geta áhugasamir komið á kynningu og sótt um námskeið.
Myndin: Stjórnendur nýliðastarfs björgunarsveitarinnar Suðurnes: Sævar Magnús Einarsson, Arnar Steinn Elísson og Brynjar Ásmundsson.