Nýjustu plötu Valdimar stolið
- ásamt bakpkoa með tölvu og öðrum búnaði
Bakpoka Ásgeirs Aðalsteinssonar tónlistarmanns var stolið sl. þriðjudagskvöld úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Í honum voru Macbook pro fartölva, glæný heyrnartól, hljóðkort, hljóðnemi, harður diskur og fleira.
„Þetta er svartur Adidas poki - svipaður og á mynd (nema myndir af skóm ekki hundum). Á tölvunni og disknum var gríðarlega mikið af gögnum sem ég sakna. Meðal annars nýja Valdimar platan sem við erum að vinna í þessa dagana. Í tölvunni eru líka öll forritin sem við notum til að taka upp plötuna,“ segir Ásgeir í færslu á fésbókinni og bætir við: „Ef einhver hefur upplýsingar eða sér þessa hluti má hafa samband við mig. Ég heiti trúnaði og fundarlaun í boð“.
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta náðust góðar myndir af þjófinum á eftirlitmyndavélar Hljómahallar en lögreglan á Suðurnesjum var kölluð til og hefur þófnaðinn til rannsóknar.