Nýjung í þjónustu HSS: Lyfseðlar endurnýjaðir með tölvupósti
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur tekið upp þá nýbreytni að skjólstæðingar heilsugæslu geta óskað eftir endurnýjun lyfseðla með tölvupósti á netfangið [email protected]. Hér er átt við lyf sem fólk hefur áður fengið skrifað upp á hjá HSS. Það eina sem þarf að gera er að senda upplýsingar um nafn, kennitölu, símanúmer, heiti lyfs, skammtastærð, ástæðu lyfjatöku og í hvað apótek viðkomandi vill fá lyfið sent.
Á heimaíðu Heilbrigðisstofnunar segir að reynt verði að afgreiða sem mest samdægurs en ekki sé hægt að lofa afgreiðslu nema innan 2ja virkra daga. Því er fólk hvatt til að sýna fyrirhyggju og óska eftir endurnýjun í tíma. Þá er tekið fram að að öllu jöfnu eru ekki afgreidd svefnlyf, sterk verkjalyf, róandi lyf og sýklalyf á þennan hátt.