Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýju vopnaleitarhliðin tekin í notkun 4. apríl
Laugardagur 1. apríl 2006 kl. 15:53

Nýju vopnaleitarhliðin tekin í notkun 4. apríl

Fyrstu farþegarnir ganga að morgni þriðjudags 4. apríl um ný vopnaleitarhlið á 2. hæð flugstöðvarinnar áleiðis inn í brottfararsalinn. Þeir fara þá upp á 2. hæð í stiga eða lyftu nyrst í innritunarsalnum (vinstra megin þegar inn er komið). Jafnframt verður lokað bráðabirgðaleið í hinum enda salarins sem opnuð var í desember vegna framkvæmdanna. Þar með er drjúgum áfanga náð í breytingum í flugstöðinni, áður en páskaumferðin þyngist verulega.

Framkvæmdir á 2. hæð

Unnið er af fullum krafti við loftræstilagnir, rafkerfi og fleira á 2. hæð þar sem skrifstofurými breytist í athafnasvæði verslunar og þjónustu. Uppsetning niðurhengds lofts er vel á veg komin og flísalagning sömuleiðis. Brátt verður farið að setja þar upp milliveggi og gert er ráð fyrir að lokið verði við að innrétta allt rýmið um mánaðarmótin maí/júní.

Fyrirtæki sem FLE hefur samið við eru byrjuð að hanna útlit og innréttingar á sínum svæðum. Þar þarf eðlilega að gæta ákveðins samræmis gagnvart hönnun sjálfrar flugstöðvarinnar og vegna heildarmyndarinnar. Samvinna er því nauðsynleg og gengur vel.

Landgangurinn horfinn

Landgangurinn hefur nú verið rifinn, þ.e.a.s. sá hluti hans sem þurfti að víkja vegna stækkunar flugstöðvarinnar. Jarðvinna vegna næsta áfanga viðbyggingar er hafin og viðbúið að starfsmenn og gestir í flugstöðinni verði varir við titring og hávaða sem fylgir því þegar vinnuvélar ólmast á klöppum í húsgrunninum. Að mestu er lokið að fylla að nýbyggingunni að austanverðu.

Frá þessu er greint á vef flugstöðvarinnar.

Bilið brúað

Brú milli austurs og vesturs í brottfararsalnum er tilbúin og bíður eftir því að verða formlega tekin í notkun. Til stendur að Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, opni hana á táknrænan hátt þegar hann hefur tækifæri til vegna annasamra embættisverka heima og heiman.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024